BREIÐ BROS, foreldrafélag

Um okkur

Tilgangur samtakanna er vinna að málefnum barna t.d. með stuðningi við foreldra, fræðslumálum og vinna að hagsmuna- og réttindamálum barnanna. Félagar geta verið foreldrar, fagfólk og allir þeir sem hafa áhuga á að leggja málefninu lið.

Hvað er skarð?

Fæðist barn með skarð í vör og/eða góm gæti hugsunin orðið áleitin um það hvernig barninu muni vegna. Koma einhver útlitslýti til með að sjást eða heyrist það á mæli barnsins? Hvað þá með vini, leiksskóla og skólagönguna, unglingsárin, sjálfsímyndina og svo framvegis?

Í flest öllum tilvikum er barnið heilbrigt að öllu öðru leyti og með hæfileika til að gera allt eins og önnur börn.

Lesa meira

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

12.09.2016

Bréf til Heilbrigðisráðherra vegna mismununar réttinda skarðabarna

Þann 30. ágúst var sent inn formlegt bréf til Herra Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Þar er hann hvattur til að endurskoða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga til barna með meðfædda galla í gómi/vör án tafar þar sem hagsmunir barnanna eru í húfi

Meira ...
29.11.2015

Aðalfundur Breiðra brosa

Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 30. nóvember l 20:30. Gunnar Auðólfsson lýtalæknir verður gestafyrirlesari. Allir velkomnir!

Meira ...