Fæðist barn með skarð í vör og/eða góm gæti hugsunin orðið áleitin um það hvernig barninu muni vegna. Koma einhver útlitslýti til með að sjást eða heyrist það á mæli barnsins? Hvað þá með vini, leiksskóla og skólagönguna, unglingsárin, sjálfsímyndina og svo framvegis?

Í flest öllum tilvikum er barnið heilbrigt að öllu öðru leyti og með hæfileika til að gera allt eins og önnur börn.

Skarð í vör og skarð í vör og tanngarði

Efri vörin og nefið myndast á fimmtu til sjöundu viku í fósturlífinu. Í grófum dráttum myndast nefið úr þremur hlutum, fyrst miðhlutinn og síðan hliðarhlutarnir eða nasirnar. Þessir hlutar renna saman þannig að efri vörin, nefið og tanngarðurinn mynda eina heild. Truflist samruninn af einhverjum ástæðum myndast skarð.

Samruninn getur truflast öðrum megin eða báðum megin og því getur skarðið orðið öðrum megin eða báðum megin. Skarðið nær oftast aftur í gegnum tanngarðinn að örlitlu opi aftan við hann miðjan. Slíkt skarð kallast skarð í frumgóm og getur verið allt frá örlitlu viki í vör til skarðs gegnum vör og tanngarð (sjá myndir A ,B ,C og D). Við stærstu skörð af þessu tagi er op milli fremri hluta munns og nefhols.

Skarð í góm

Harði og mjúki gómurinn myndast á sjöundu til tólftu fósturviku eða eftir að vörin og nefið myndast. Milli munnhols og nefhols vaxa gómlistar frá báðum hliðum. Þeir mætast í miðju og vaxa saman við miðsnesið. Samruninn verður framan frá og aftur á við, ekki ósvipað og þegar rennilás er lokað. Ef þeir af einhverjum ástæðum ná ekki að vaxa saman verður op á milli munnhols og nefhols sem við köllum gómskarð.

Gómskörð geta einnig verið mismunandi allt eftir því hve langt samvöxturinn nær áður en eðlileg þróun truflast. Þar eð lokunin byrjar framan frá og gengur aftur á við eru minnstu gómskörð aðeins vik í úfinn en mestu skörð ná fram að gatinu í miðlínu sem fyrr var nefnt aftan við tanngarðinn (sjá myndir C, D, E og F).

Viltu vita meira?

Hér fyrir ofan er græn flettistika með helstu upplýsingum.


Hér fyrir ofan má sjá þær myndir sem vitnað er í í texta hér á vinstrihlið.

Mynd A: Skarð eingöngu í vör. Ein aðgerð við þriggja mánaða aldur og hugsanlega lítils háttar lagfæring á öri síðar á ævi

Mynd A-E

Hér fyrir ofan má sjá þær myndir sem vitnað er í í texta hér á vinstrihlið.

Mynd A-E

Hér fyrir ofan má sjá þær myndir sem vitnað er í í texta hér á vinstrihlið.

Mynd A-E

Hér fyrir ofan má sjá þær myndir sem vitnað er í í texta hér á vinstrihlið.