Umönnunarbætur og umönnunarkort

Foreldrar geta sótt um umönnunarbætur og umönnunarkort hjá Tryggingastofnun Ríkisins. Skila þarf inn vottorði frá þeim lækni sem meðhöndlar barnið. Oft er það félagsfræðingur á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sem sækir um fyrstu greiðslur fyrir foreldra. Yfirleitt hafa foreldrar fengið greiðslur fram yfir fyrstu aðgerð, en þurfa að sækja um framlengingu á greiðslum eftir það og eru umsóknir metnar út frá rökstuðningi fyrir aukinni umönnun og tilfinnanlegum kostnaði vegna fæðingargalla barns. Því getur verið gott að halda utan um og sýna fram á allan kostnað sem telst til vegna aukinnar umönnunar, eins og t.d. leiga á mjaltavélum ásamt kostnaði við dælusett og aðra aukahluti, haberman pela og túttur, vinnutap og fleira. Eyðublöð og nánari upplýsingar má finna á http://www.tr.is/barnafjolskyldur/umonnunargreidslur/.

Framlenging á fæðingarorlofi

Hægt er að sækja um framlenginu á fæðingarorlofi til Fæðingarorlofssjóðs. Með umsókn þarf að fylgja vottorð frá lækni barns þar sem fram koma upplýsingar um aðgerðir ásamt útskýringum á umönnun heimavið í kjölfar aðgerða. Framlenging getur orðið allt að 3 mánuðir og hefur sjóðurinn úrskurðað um lengd hennar fyrir hvert tilfelli fyrir sig. Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar: http://www.faedingarorlof.is/umsoknir--eydublod/framlengingar/.

Forgangur á leikskóla

Börn með skarð í gómi geta átt möguleika á að fá forgang inn á leikskóla með þeim rökum að það leiðir til örvunar á málþroska þeirra. Sótt er um hjá viðeigandi sveitarfélagi með vottorði um fæðingargalla barns ásamt rökstuðningi. Rökstuðningur gæti hljóðað svo: Börn sem fæðast með skarð í gómi verða fyrir skerðingu á málþroska …….

Endurgreiðsla á tannlækna- og tannréttingakostnaði

Vísa í reglugerð ...

Talþjálfun