29.11.2015 12:53

Aðalfundur Breiðra brosa

Kæru félagar :)
Aðalfundur Breiðra brosa verður haldinn mánudagskvöldið 30. nóvember að Háaleitisbraut 13 í sal Umhyggju (á efstu hæð) kl. 20:00. Farið verður yfir störf félagsins á árinu ásamt hefðbundna aðalfundardagskrá og kosningu stjórnar.
Gestafyrirlesari á fundinum verður Gunnar Auðólfsson lýtalæknir. Hann mun fara yfir helstu atriði meðferðar barna með skarð og umönnun þeirra eftir aðgerðir.

Fyrirlestur hans mun hefjast kl 20:00.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest og biðjum ykkur um að tilkynna komu ykkar með skráningu á facebook viðburð sem auglýstur var á hópnum okkar á facebook, eða með því að senda tölvupóst á breidbros@breidbros.is.

Bestu kveðjur, stjórnin.

Til baka